After an amazing week in Iceland at the Reykjavík International Film Festival (riff.is) we are super excited to have gotten 4 stars from Fréttabladid!
Veggjakrot til bjargar heiminum
Sumir telja graffit, graff, mikla list og vissulega leynast listaverk inn á milli.
Valur Gunnarsson
Sumir telja graffit, graff, mikla list og vissulega leynast listaverk inn á milli. En vinsælasta form þess, “tag”, gengur fyrst og fremst út á að skrifa nafnið sitt og er þá útkoman oftast eins og málverk þar sem listamaðurinn skrifar nafn sitt í stað þess að mála myndina. Í New York-borg á valdatíð Guiliani var sú leið farin að banna það með öllu. Hugmyndin var sú að veggjakrot gerði það að verkum að fólk bæri minni virðingu fyrir lögunum og leiddist þar með út í aðra glæpi. Árangurinn lét ekki á sér standa, ofbeldisglæpir í borginni minnkuðu til muna. Þó verður að segjast eins og er að hugmyndin um að vopnaðir lögregluþjónar eltist við unglinga með spreybrúsa er á margan hátt óaðlaðandi. Í Hollandi var farin önnur leið. Þar eru unglingar hvattir til að graffa á ákveðnum stöðum, fá leiðsögn og jafnvel kennarar taka þátt. Besta graffið er síðan sýnt í sýningarsölum og graffararnir fá borgað fyrir vinnu sína. En engin hugmynd er svo góð að hún kalli ekki á einhverja gagnrýni. Margir graffarar telja einmitt að það sem er mest heillandi við graffið sé að það sé bannað …
See the entire 10/02/08 Fréttabladid paper here